Kvenfyrirlitningin kemur frá konum

Hef ég skrifað margar fréttir á www.gossip.is (tek það fram að ég er karlmaður) og skal ég alveg viðurkenna það að ég hef skrifað fréttir þar sem er sett út á konuna og jafnvel karlmanninn sem fjallað er um - en aldrei í líkingu eins og Vísir hefur gert. Gossip reynir frekar að hrósa heldur en að niðurlægja.

Ég vil koma því fram að kvenfyrirlitningin kemur frá konum, ekki körlum. A.m.k hérlendis. Ágætur höfundur greinarinnar ætti að leggjast í aðeins meiri rannsóknarvinnu svo hann viti hvað hann er að tala um. Það vita það allir að höfundur þessara frétta hjá Vísi er kona - kona sem virðist **** aðrar konur.


mbl.is Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svolítið til í þessu hjá þér en þessi "höfundur" er í raun að lepja þetta upp frá öðrum miðlum, allavega hluta af þessu. Finnst þessar yfirlýsingar hennar segja meira um óöryggi hennar en eitthvað því hún velur þær fréttir sem tala til hennar úr öllum þeim sem hún gæti verið að setja inn.  En það er ekki hægt að neita því að þetta hefur skelfilegar afleiðingar fyrir ungar stúlkur sem að lesa þetta. En þessi "höfundur" hefur greinilega ekki meiri skilning á ábyrgð en þetta. Sorglegt.

linda (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: www.gossip.is

Í rauninni er hún ekki að lepja þetta upp frá öðrum miðlum. Þetta er eitthvað frá henni sjálfri komið, því ég les töluvert mikið af slúðri á hverjum degi og man varla eftir grein sem ber t.d sömu titla og hún er að setja á fréttirnar. Vissulega geta erlendu fréttamiðlarnir verið mjög harðir og oft er talað mjög illa um einstaklinga. En það eru ekki allar síður sem gera það. Yfirleitt eru þetta litlar drasl síður sem fara út í sömu sálma og þessi blessaða kona hjá Vísir, en ef þú lest t.d People sérðu aldrei svona fyrirsagnir eða svona fréttir.

Ég ætla ekki að dæma um það hvort hún sé eitthvað óörugg með sjálfa sig en það er klárlega eitthvað að hjá henni blessaðri og virðist hún ekki þekkja orðið ábyrgð.

Fólk á öllum aldri les Gossip.is og þá sérstaklega stelpur um og yfir tvítugt. Og einhver hluti er undir 18 ára aldri. Ég lendi stundum í klemmu með fréttir sem ég set inn því stundum set ég inn fréttir með fáklæddum stjörnum. Ég stjórna því ekki hver skoðar síðuna mína og ég er ekki í foreldrahlutverki fyrir fólk sem er undir 18 ára sem les síðuna. Það verða aðrir að fylgjast með því fólki en ég er farinn að merkja fréttirnar, Bannað undir 18, ef fréttin er þess eðlis.

En já, þetta er sorglegt. 

www.gossip.is, 20.10.2009 kl. 21:33

3 identicon

Titlarnir eru kannski ekki þeir sömu, en innihaldið og myndirnar stolnar. Maður hefur tekið eftir þessu þegar maður er að flakka um vefheiminn. Hún kryddar samt efnið með smánarlegum kommentum sem mér finnst lýsa hennar innri manneskju samt, eins og þú segir.

linda (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:25

4 identicon

www.gossip.is:

„því ég les töluvert mikið af slúðri á hverjum degi og man varla eftir grein sem ber t.d sömu titla og hún er að setja á fréttirnar.“

uuu, tékkaðu þá á þessu

http://visir.is/article/20091020/LIFID01/302987692/-1

 átakanlega afmynduð-myndir

http://visir.is/article/20091020/LIFID01/772006357/-1

 vannærð victoria-myndir

http://visir.is/article/20091020/LIFID01/136947711/-1

 skökk dóttir maddonnu-myndir

...og þetta var bara á forsíðunni á fólk-síðunni á vísir.is

ari (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:07

5 identicon

"kvenfyrirlitning kemur frá konum" Etv. eitthvað til í því, en hvers vegna ætli það sé? Að mínu mati má rekja kvenfyrirlitningu til þess tíma sem konur voru körlum óæðri og sniðinn þröngur stakkur af karlasamfélaginu.  Ég tel nútíma kvenfyrirlitningu sem finna má í slúðri um þennan rass og hinn, þess og hina lýtaaðgerðina og hver lýtur vel eða illa út miðað við aldur vera nútíma version af þvi sem við höldum að hafi horfið í sigrum jafnréttisbaráttunnar.  það mætti ætla að hinir traustu lesendur greina sem innihalda bera konurassa væru karlar, en því miður eru konur janf húkt á rassana og karlarnir.  þeirra áhugi er þó að mínu mati sprottinn af öðurm hvötum, þar sem konur í dag eru förnarlömb daglegs áróðurs um að kveníkaminn sé ekki framboðsfær nema undir kjörþyngd og fótósjoppaður. Konur líta því miður á hina fullkomnu kvenrassa slúðurblaðanna með óttablandinni menningarsmitaðri minnimáttarkennd með það að markmiði að bera saman við sinn eigin.  Miðlarnir sem halda uppi slíkum skilaboðum eru jú tækið sem viðheldur á þann falda hátt sem greinarhöfundur réttilega vísar til, gamalli og rótgróinni kvenfyrirlitningu, sem hefur í samtímasamfélagi tekið á sig sexualiseraða mynd, en er eitt og hið sama þegar upp er staðið.  Hvar stendur jafnréttisbaráttan þá ?

edda arndal (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:11

6 identicon

Veit varla hvort er fáránlegra, "fréttin" eða þetta blogg og commentin við það.  Kynhvötin er ekki "lægri hvöt" hún er grunneðli mannsins.  Að fólk sé metið, m.a. af útliti er fullkomlega eðlilegt og hefur ekkert með fyrirlitningu að gera.  Fullyrðingar um slíkt er feminísk þvæla og á ekki við nein rök að styðjast, eða hver fyrirlítur fólk vegna fegurðar þess? Þið prumphænsnin?

Svo hafa konur líka kynhvöt, alveg satt, og það metur karla útfrá útliti þeirra, á sama hátt og karlar meta konur.  Er það karlafyrirlitning sem á rætur í kvennmiðuðu samfélagi?

Kræst hvað fólk getur verið innilega heimskt og upptekið að því að sýna öllum hvað það sé rosalega pólitískt "rétthugsand".  Tapar þeirri litlu örðu af viti sem það annars hafði.

bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 01:25

7 identicon

Þessi umræða hér er á villigötum - það skiptir engu máli frá hverjum kvennfyrirlitning kemur, ef hún er kvennfyrirlitning. Kyn viðkomandi breytir ekki inntaki þess sem hún eða hann segir.

Það sem Bjarni segir er svo verulega þreytt, en honum er frjálst að byrsta sig ef hann heldur að einhver sé að segja að kynhvöt sé lægri hvöt og ekki grunneðli mannins. Þetta heitir að ímynda sér andstæðing sem er svo auðvelt að salla niður. Sama gamla "feministar hata kynlíf" bullsjittið, sem enginn er að halda fram.

... (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þessar ekki-fréttir um útlit fræga fólksins ganga út á að auka aðsókn að viðkomandi vefmiðli. Oftast eru það konur sem eru teknar fyrir vegna þess að markhópurinn er konur. A.m.k. sýna þær útliti fólks mun meiri áhuga en karlar og ég er sannfærður að þær eru í yfirgnæfandi meirilhluta lesenda að þessum ekki-fréttum. Það má segja að þessar fréttir séu nokkurs konar klám fyrir kvennfólk.

Helgi Viðar Hilmarsson, 21.10.2009 kl. 07:10

9 identicon

Vil bara benda á að höfundurinn er karlkyns og ber því að ræða um "hann" en ekki "hana". Teljið þið að þeir sem séu á móti kvenfirirlitningu geti aðeins verið konur? Það eitt er dáldið "sick" hugsun útaf fyrir sig. Þið ættuð að líta í eigin barm!

Helena (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:31

10 Smámynd: www.gossip.is

Vil benda þér á Helena að höfundurinn er kona. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum.

www.gossip.is, 21.10.2009 kl. 10:20

11 identicon

Held að Helena sé að benda á að höfundur fréttarinnar hjá mbl.is er karlmaður og hann dæmir fréttirnar hjá visi.is sem kvenfyrirlitningu.

Höfundur fréttanna hjá visi.is er hins vegar kona skv. fjölmiðlum.

Ég hef sjálf verðið að velta fyrir mér þessum ótrúlega niðrandi fyrirsögnum og umfjöllun sem hefur tröllriðið öllu hjá visi.is undanfarið. Er því mjög glöð að sjá þessu velt upp á yfirborðið :)

Heiða (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:56

12 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Ég heyrði út undan mér að höfundurinn á visi.is sé Ellý Ármanns en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Sjálf hef ég ekki hugmynd um hvort það sé rétt eða ekki.

 Hins vegar fara staðhæfingar eins og "kvenfyrirlitningin kemur frá konum" afskaplega í taugarnar á mér. Konur eru konum verstar er oft sagt og er örugglega sannleikskorn í því en kvenfyrirlitning er upprunnin frá karlmönnum. Þessi gömlu karlrembuviðhorf hafa ýtt konum á þá braut að þær finna þrýsting til að selja sjálfa sig og ímynd sína á annan hátt en karlmenn gera. Á sama tíma eru þær konur að samþykkja og gefa þessu viðhorfi byr undir báða vængi. Í nútímanum kemur kvenfyrirlitningin frá samfélagslegum viðmiðum, ekki bara konum.

Eigðu góðan dag :)

Lilja Ingimundardóttir, 21.10.2009 kl. 12:15

13 Smámynd: www.gossip.is

Engin neikvæð frétt á Vísir í dag. Ekki ennþá a.m.k.

www.gossip.is, 21.10.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband